Ég hef verið að velta því soldið fyrir mér vegna þess að maður verður meira og meira var við þunglyndi hjá
fólki, ég hef samasem enga reynslu sjálfur af þunglyndi og veit þessvegna rosalega lítið um það, fyrir utan
það að einn kunningji minn hefur verið þunglyndur. Einhvernmegin þá búa mjög margir sig um svo þannig
að ef eitthvað fer úrskeiðis þá má mjög vel vera að manneskjan verði þunglynd, og við mannfólkið gerum
þetta samt aftur og aftur og aftur. En allavega spurningin er sú þegar fólk verður þunglynt beygjist það þá
meira til þess að fara til sálfræðings(tók eftir þessu vegna þess að ég hef séð HJARTA einmitt benda nokkuð oft á það að fólk ætti að fara til sála) heldur en til félaga síns. Ég get skilið það ef maður fer ekki
til foreldri síns vegna þunglyndis en virkar það eins með eins og t.d. nánustu vini sína, er betra að tala við
einhvern sem þekkjir mest lítið til manns heldur en til þess sem þekkjir mun meira um mann eins og vinur manns, ég hefði talið að félagi manns sem vissi mikið um mann gæti séð aðstæðurnar mun betur heldur en
sálfræðingur sem þú þarft að segja hvernig þetta er og samt fær hann ekki 100% hugmynd um hvernig staðan er.