Hér var spurt hvort ekki væri einhver ástfangin á huga.is og ég vil endilega deila minni ástarsögu með ykkur. Ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í tvo mánuði og ég hef aldrei upplifað aðra eins sælu og hamingju á allri minni ævi. Við erum alltaf að gera eitthvað rómantískt eða kannski finnst mér það bara vera rómantískt vegna þess að ég er með honum. Ég get horft í augun á honum tímunum saman og við erum alveg í vandræðum með að halda okkur vakandi á daginn vegna þess að við eyðum nóttunum í að tala saman um allt á milli himins og jarðar. Fyrsta stefnumótið okkar var rómantískasta kvöld sem ég hef nokkurn tíman upplifað og ég fæ ennþá fiðring í magann í hvert sinn sem ég hugsa um það. Fólk er kannski hrætt við að hljóma of væmið þegar það lýsir því hvað það er ástfangið en mér finnst að allir hafi gott af smá væmni af og til svona til þess að létta okkur lífið. Endilega komið með fleiri sögur af ást og rómantík svo að blúsinn taki ekki yfirhöndina.