Nýr stjórnandi Ég er víst orðinn nýji stjórnandinn á /rokk eftir að Ulvur bað um nýja á /stjornendur.

Ég ætla að bæta þetta áhugamál en mér hefur aldrei fundist það vera mjög virkt síðan ég byrjaði að vera á huga.

Ég ætlaði upprunanlega að endurvekja kubbinn “Góðar Plötur” en þar sem ég get ekki komið með grein þar(af einhverjum ástæðum) kem ég bara stöku sinnum með gagnrýni undir greinum.
Ég var til dæmis að setja eina gagnrýni í dag, og til að kynna bandið meira kom ég með nýtt myndband með þessari hljómsveit, en það er lagið Cum On Feel The Noize, frábært lag.