Að þessu sinni er það besta hljómsveit allra tíma sem á myndbandið sem varð fyrir valinu. Þegar ég segi besta hljómsveit allra tíma á ég að sjálfsögðu við meistarana í Queen. The Invisible man er kannski ekki frægasta né besta lagið þeirra (þó það sé nú engu að síður ansi gott) en ég ákvað að velja það af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að það var eitt af fyrstu myndböndunum sem ég sá í sjónvarpi þegar ég var lítill pjakkur :) Í öðru lagi þá valdi ég það vegna þess að mér þykir rík ástæða til að velja myndbönd þar sem einhver vinna hefur verið lögð í gerð þeirra. Þetta myndband uppfyllir óneitanlega þá kröfu en myndbandið er síðan 1989 og eru tæknibrellurnar alveg hreint æðislegar.

Njótið vel.


(Já ég veit að tæknilega séð er kominn 26. þar sem klukkan er orðin 12)

Ps. Annars eiga Queen ógrynni af mjög töff myndböndunum og mun ég örugglega leita á náðir þeirra aftur fyrir þennan blessaða myndbandadálk.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _