Ég vill taka það fram, af gefnu tilefni, að þegar fólk er að svara greinum með einhverjum leiðindum og asnaskap og eyðileggja annars góða umræðu þá bið ég ykkur hin sem ekki stundið þessa leiðindaiðju að virða það ekki viðlits og einfaldlega svara þeim ekki.

Ef enginn svarar þessum commentum þá á ég þess kost að eyða þeim, ef þið svarið þeim þá vill ég ekki eyða þeim því þá detta ykkar svör út líka.

Ég mun nota þetta meira í framtíðinni á fólk sem er að koma með einhverjar leiðinda upphrópanir, eins og “þessi rúlar, þessi söckar”.

Ef þið viljið koma ykkar uppáhaldshljómsveitum á framfæri þá skrifið þið bara grein og sendið inn.

- Pixie