Oasis Frábær hljómsveit frá bretlandi sem að mér finnst að allir ættu að þekkja.

Í byrjun ágúst mánaðar í ár þá ákvað Noel Gallagher að hætta í Oasis og lýsti því þar með yfir.
Stuttu seinna þá sagði Liam Gallagher að bandið væri ekki að spila lengur þó svo að aðrir meðlimir sveitarinar hafa ekki lýst því yfir að Oasis sé búið og svona til að minnast á þessa merku hljómsveit ætla ég að skrifa smá um sögu sveitarinnar.

Þetta byrjaði allt á bræðunum Noel og Liam Gallagher í borginni Manchester í Englandi þar sem að þeir stofnuðu hljómsveitina The Rain sem að skipuðu Liam Gallagher(söng), Tony McCarroll(trommur), Paul Arthurs(gítar) og Paul McGuigan(bassi) og fljótlega bætist Noel, sem er eldri bróðir Liams, við í hópinn og spilaði hann á gítar og söng.

Þeir hafa gefið út 7 stúdíó plötur og unnið heilan helling af verðlaunum þar á meðal 5 BRIT awards.

Svo ætla ég að enda þetta á einu uppáhalds laginu mínu með þeim.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=r8OipmKFDeM