Led Zeppelin Rokkhljómsveitin Led Zeppelin var á sínum tíma ein af vinsælustu sveitum í heimi. Mér þykir nokkuð dæmi um ríkidæmi þeirra að þeir áttu einkaþotu fyrir hljómsveitina þar sem hver þeirra hafði sér herbergi með hljóðfærum og fleiru. Það er ekki ótrúlegt í dag, en þetta var fyrir nærri 4 áratugum ;)
Fyrir þá sem hafa ekki tékkað á Zeppelin mæli ég sterklega með því, og ég trúi erfiðlega að einhver hafi aldrei heyrt lag eftir þá.
Frægustu lög þeirra eru m.a. Stairway to Heaven, Black Dog, Rock n' Roll, Moby Dick, Kashmir, Immigrant song og Whole lotta Love.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=c6L4GixccLU
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=svR3iXKTJvc&feature=related

Robert Plant - Söngur og occasionally tambúrína
Jimmy Page - Gítarar
John Paul Jones - Bassi og occasionally orgel
John Bonham - Trommur

Sveitin hætti árið 1980 þegar Bonham lést. Talið er að hann hafi kafnað á eigin ælu eftir hrikalegt fyllerí, á svipaðan hátt og söngvari AC/DC, Bon Scott tveimur árum síðar.