Mötley Crüe Jájájá, ég veit, ég er alveg svakalega frumleg og allt það. En einmitt þessvegna að þið þolið ekki þegar ég sendi inn myndir af þessari eða líkum hljómsveitum þá ætla ég að leggja extra vinnu í þennann texta hérna fyrir neðan =)

Á þessari mynd má sjá, fyrir ofan sitja þeir Nikki Sixx (Réttu nafni Frank Carlton Serafino Feranna yngri) bassaleikari og fimm barna faðir og Mick Mars (Réttu nafni Bob Alan Deal) Gítarleikari sveitarinnar. Fyrir neðan má sjá Tommy Lee (réttu nafni Thomas Lee Bass) trommuleikara, sem hefur orðið mun dýravænni í gegnum árin eftir kynni sín af PETA og Pamelu Anderson. Við hlið hans er Vince Neil [Wharthon] söngvari sveitarinnar sem var sungið svo fagurt um af Steven Tyler “… Ah, Dude looks like a lady…”.

En á heildina litið er þetta mjög góð hljómsveit sem mér finnst að allir ættu að kynna sér, þá mæli ég sérstaklega með safndisknum Red, White & Crüe frá 2005 og inniheldur hann margvíslegt úrval af lögum sveitarinnar frá árunum 1981-2005.

Takk fyrir mig
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.