Ég fór á tónleikana í Norðurkjallara á föstudaginn og ég verð að segja það að fyrsta hljómveitin Oblivious var að gera frábæra hluti. Fannst þetta vera mögnuð upplifun. Ég var næstum því búinn að biðja söngvarann um eiginhandaráritun eftir að þeir spiluðu en sá að mér. Hann var of upptekinn af sígarettunni. Vona að ég eigi eftir að sjá þá einhverntímann á alvöru tónleikastað með góðu hljóðkerfi.
Isidor voru ágætir fyrstu tvö lögin….svo fékk maður leiðuna. Þeir voru aðalega að sýna vinum sínum hvað þeir voru klárir á hljóðfærin. Trommarinn fær hrós. Mjög góður.
Ókind voru mjög skemmtilegir og hressir og virtust þekkja alla gesti og gangandi. Söngvarinn var skemmtilega súr á milli laga.
Gott tónleikakvöld….þá sérstaklega Oblivious. Tær snilld!