Ég fékk fyrir nokkrum mánuðum þvílíka vítamínsprautu tónlistarlega séð. Ég fékk nebblega lánaðann Pink Floyd:Best of diskinn lánaðann. Þvílík sýra(vel meint). Textarnir eru vel gerðir og hvert lag öðru betra. Ber að nefna t.d. Money, Shine on you crazy diamond og að sjálfsögðu Another brick in the wall p.t.2. Floydararnir voru frumkvöðlar miklir í tónlist og gerðu helling af tólum og tækjum sem aldrei höfðu verið til í tónlist(ég þekki etta ekki nógu vel, ekki fúlir). Það er samt ekki það mikið sem ég veit um þá. Svo ef þið vitið eitthvað sniðugt þá endilega svara. Þeir eru kannski gamlir en standa enn fyrir sínu. Allir sem ekki þekkja þetta nógu vel er ráðlagt að hlusta á diskinn. Eftir aðra spilun ertu háður og verður örruglega dáður. Ef ekki ertu fáráður(djók) og rosa smáður. Vertu sniðugur og horfðu á skuggahlið tunglsins….