Þetta voru mjög fínir tónleikar en ég verð að segja að það var fáránlegt hvað fáir mættu. Þið sem mættuð ekki voruð að missa af miklu!

Fyrstur á svið var Thoranide sem spilaði mjög skemmtilega raftónlist. Þar sem ég hef nákvæmlega ekkert vit á raftónlist þá ætla ég ekki að tjá mig meira um það.
Næst á eftir var komið að Tonik sem spilaði einnig raftónlist.
Eftir það var komið að Isidor sem spiluðu hresst og kröftugt rokk. Frábært band!
Síðast spiluðu svo Kimono sem en þeir stóðu sig með prýði. Mjög skemmtileg sveit og að venju vantaði ekki brandara á milli laga :)

Persónulega fannst mér Isidor skemmtilegasta atriði kvöldsins og veit að ég er ekki sú eina sem fannst það :)

(þetta er frekar stutt og ansaleg umfjöllun, ég veit, en þið verðið bara að fyrirgefa mér það þar sem ég er of syfjuð til þess að skrifa meira).