Þann 19.nóvember nk. kemur út platan “Earphoria”, sem upp að þessu hefur aðeins verið til í u.þ.b. 5000 original eintökum. Platan er sándtrakkið fyrir heimildar(?)videoið “Vieuphoria”, sem upprunanlega kom út 1994 og er væntanleg á DVD fyrir jól. Þetta eru mestmegnis live upptökur og eitthvað rugl sem hefur aldrei verið gefið út, lög eins og “Bugg Superstar” (sem er/var(?) hundur James Iha) og “Pulzeczar”.

Earphoria er eina plata SP sem mig vantar í safnið og það á líklega við um marga aðra, biðin er á enda!


Bara láta ykkur vita ef þið vissuð þetta ekki fyrir…