Mér finnst nokkrir frábærir,

Gítar: 1. Jimi Hendrix
-Fokk, Little Wing, Fire, Voodoo Chile (bæði lögin)
og svo framvegis. Mikill og ástríðuþunginn
Blúsfílingur í honum. Minnir mikið á Elmore James.
2. Robert Fripp (King Crimson)
-Ótrúlega frumlegur. Hefur skemmtilegan stíl og fær.
3. Jimmy Page (Led Zeppelin)
-Mjög fær, Black Mountain Side og allt hitt stöffið
með Led.
4. George Harrison (Bítlarnir)
-Less Is More, hann prentaði ótrúlega flott
(en einföld) sóló inn í hugann á mér.
Ekkert voðalega fær samt sem áður.

Bassi: 1. John Paul Jones (Led Zeppelin)
-Hlustið á hann í Led Zeppelin 1.
2. Grek Lake (King Crimson, ELP)
-In The Court Of The Crimson King, hálf Jazzí
fílíngur alltaf í honum.
3. Les Claypool (Primus)
-Kúl stæll á þessum gæja. Andskotinn. Jerry Was A
Racecar Driver

Trommur: 1. Keith Moon (The Who)
-Allur krafturinn í einum trommuleikara, lesið
seinasta Sánd blaðið og greinina um hann þar.
Og Live At Leeds verðið þiðað hlusta á.
2. John Bonham (Led enn og aftur)
-Mikið grúv mikið gaman, flott break.
Besti rokktrommuleikarinn, en eitt sem böggar mig.
Það er hve margir vilja titla hann besta trommu-
leikara í heiminum.
3. Einhver rassálfur, ákveðið það sjálf

Bara mín skoðun en ég vil heyra ykkar