Blessaðir hugarar.
Ég hef verið í einhvern tíma í bandi sem er orðið nokkuð gott en eins og kannski sumir af ykkur vita er alls ekki auðvelt að koma sér á framfæri á íslenska markaðnum svo við fórum að pæla í þessum keppnum sem maður getur unnið stúdíótíma í og einhvern pening

Við tékkuðum á músíktilraunum en eftir að hafa fylgst með þeim seinast komumst við að því að þær eru með glataða dómnefnd (t.d. búdrýgindi unnu) og gera fáránlegar kröfur til allra eins og að syngja á íslensku. En við höfum líka heyrt um keppni sem kallast Rokkstokk og líka einhverja keppni sem var í vestmannaeyjum.Við bara vitum ekkert um þær en ef einhverjir af ykkur vitið um þær gætuð þið þá frætt okkur um staðsetningu, tíma og hvar á að skrá sig t.d.


kv.
Past