Jájá hæhæ
Mig langar að segja frá nýlegri lífsreynslu, reyndar gerðist þetta atvik fyrir tveimur dögum og er enn í gangi.
Það vildi svo til að á mánudaginn fór ég óvart að horfa á Mtv og komst að því að þar var Korn night. Ég hélt áfram að horfa og varð heilluð. Ekki það að ég hafi ekki dýrkað Korn fyrir, samt var ljómi þeirra farinn að dofna þar sem mér fannst platan þeirra issues ekkert rosalega spes og er þessvegna ekki búin að kaupa mér þessa nýju. Hvernig er hún by the way?
Allavegana þá kveikti þessi þáttur í gömlum Korn glæðum í sál minni og viti menn, ég fór uppí herbergið mitt og galdraði fram mesta snilldardisk af öllum þeim fjölmörgu eðaldiskum sem ég á, follow the leader með Korn. Ég skellti honum í spilarann í bílnum og viti menn, hann hljómar alveg eins og fyrir nokrum árum þegar ég og vinkona mín sungum okkur hásar við hann. Ef eitthvað er þá er hann orðinn betri! Eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt. Þvílík upplifun að hlusta á children of the Korn feat. Ice Cube eða hvaða lag annað sem er, þau eru öll snilld.
Ég verð þá bara að segja að ég get ekki beðið eftir að setja Life is Peachy í gang, tala nú ekki um frumburðinn en hét hann ekki bara einfaldlega Korn?
En annars aðeins meira um þessa Korn upplifun mína. Ég komst að því að Jonathan er alveg einstaklega hallærislegur dúddi, svona rokksöngvaralega séð. Flottur á sviði…mun betri á sviði en í stúdíói, en hann er eins og barnapervert dags daglega, sérstaklega í sjónvarpinu! Creep…<br><br>Skynsemi er fyrir þá heimsku.
Skynsemi er fyrir þá heimsku.