jahá, mér finnst rammstein vera ágætis hljómsveit. Þeir hafa
reyndar það slæma einkenni sem Iron Maiden (þó sveitirnar séu
ólíkar) hefur líka að vera einhæf og tónlistin breytist lítið sem
ekkert með hverju lagi. Ég get nú samt ekki sagt að rammstein sé
“europop”. :) Svo ég kafi dýpra í hljómsveitina (rammstein) þá
held ég að ástæðan fyrir einhæfni þeirra sé vegna
hljóðfæraleikaranna. Þeir eru of margir og of “lélegir” til að
geta þroskast rétt. En á hinn boginn er án efa erfitt að vera
tónlistarmaður/kona því ættum við að hrosa tónlistarmönnum fyrir
það sem þeir gera vel en ekki kvarta undan því sem “hefði mátt
betur fara”.
Ég vil einnig geta þess að orð mín eru lög!