Ég náði mér í nýja myndbandið, Thoughtless, og verð bara að segja að það er GEÐVEIKT! Aftur eru það Hughes brothers sem leikstýra þeim og útkoman er mjög svo góð. Þeir leikstýrðu einnig Here to stay.

Í stuttu máli er videoið um einelti. Gaur sem verður fyrir barðinu á bullies og er t.d laminn á skólagangi, honum er haldið í kafi í sundlaug. Svo eru víst fantasíurnar farnar að ná tökum á honum útaf reiði og hann fer að ímynda sér hvernig hann geti náð sér niður á þeim. Hvernig gerir hann það? Tja, það er illa lyktandi allavega! Virðist sem KoRn séu hans innri reiði sbr. andlitið á Jonathan kemur út úr síðunni/bakinu á honum og sést segja “by your thoughtless scheming”.

Í rólega kaflanum í laginu (“All my friends, are gone. They died”) þá er Jonathan alveg einstaklega furðulegur. Liggur á bakinu með hárið allt útí loftið og augun í honum eru, hmm.. öðruvísi. Múnderingin á honum er líka eitthvað spes…

Mæli með þessu myndbandi. Það á örugglega eftir að sjást í imbanum hérna heima á næstunni.
Þetta er undirskrift