Back to basics er ágætis lýsing á HC nýju plöstunni frá þeim Oasis félögum. Platan angar af Bítlunum, Stones og Stone Roses og þeirra besta verk síðan (What´s the story) Morning Glory kom og sló öll met 1995.
Eftir að hafa hrist af sér ruglið sem fylgdi velgengni fysrtu áranna eru þeir komnir aftur endurnærðir og byrjaðir að einbeita sér meira af tónlistinni. Liam á 3 lög á plötunni og koma þau öll skemmtilega á óvart. Hann hefur greinilega vaxið sem tónlistarmaður og á eflaust eftir að færa sig enn meira upp á skaftið í framtíðinni. Noel er sem fyrr aðal lagasmiðurinn og ekki er hægt að setja mikið útá þær, frekar en fyrri daginn enda hann einn mesti lagahöfundur Bretlands.
Eftir að hafa fengið frekar slappa dóma fyrir síðustu 2 plötur koma þeir hér með enn eitt meistaraverkið sem á eftir að rita sig á spjöld breskrar tónlistarsögu.
Magnus Haflidason