Ég rambaði inn á grein í mogganum og ákvað að koma henni áleiðis til þeirra sem hafa ekki hlustað á útvarp eða lesið moggann.

Þannig er að hin sívinsæla rokkhljómsveit Jet Black Joe hefur ákveðið að syngja ekki sitt síðasta því að þeir eru komnir með nýtt lag. Lagið hef ég ekki heyrt og veit ekki hvað heitir en það er víst byrjað að spila það á rokk stöðvum á íslandi (sennilegast bara radiox) - þeir ættla að halda tónleika ferð um landið á Íslandi og byrja þeir á NASA 18 júlí n.k og halda áfram eins og hér segir.

19. júlí: Hreðavatnsskáli, 20. júlí: Sjallinn Akureyri, 27. júlí: Valaskjálf, 2. ágúst: Miðgarður, 4. ágúst: Akureyri, 9. ágúst: Stapinn Keflavík, 10. ágúst: Inghóll Selfossi, 30. og 31. ágúst Sjallinn Ísafirði, 6. september: Hreðavatnsskáli, 7. september: Valaskjálf