Eftir mjög mjög mjög langa bið kom hann loks í dag til landsins, nýjasti KoRn diskurinn. Hann heitir Untouchables, eins og kannski flestir hérna líklegast vita. Ég allavega keypti mér hann strax í dag og nátturulega skellti honum í græurnar og ég verð að segja þessi diskur er algjör snilld, þó ég hafði downloadað honum öllum í miðjum apríl og hlustað oft á hann.

Þessi diskur er svolítið öðruvísi en allir hinir því hann er nokkuð þungur með smá dýfu af 80´s rokki. Here To Stay er fyrsta lagið og fyrsta smáskífan af disknum og hefur fengið mjög góðar viðtökur. En næsta smáskífa verður lagið Thoughtless og er eitt af bestu lögum á disknum. Svo kemur eitt svolítið á óvart en það eru tvö lög sem eru róleg en þau komu mjög vel út þau heita Hollow life og Alone I break, ég mæli mikið með þeim. En síðan má nefna mjög góð lög eins og Blame, Make Believe og I´m Hiding. Síðan er eitt mjög skemtilegt lag sem heitir Wake Up Hate og er nokkuð skringilegt lag á KoRnmælikvarða. En þó að öll lög eru góð þá vantar eitt á diskinn, það vantar alveg Sekkjapípuna sem Jonathan er vanur að spila á.

Þessi diskur fær hjá mér 10/10, þó það er ekki mikið að marka mig vegna þess að ég er mesti KoRn fan ever og mér þykir allar plöturnar allgjörar snilld. En samt þó maður sé KoRn aðdáðandi eða ekki eiga allir að gefa þessari plötu smá séns.

Takk fyrir
Arnar I.

P.S. Það er nokkuð skemmtileg aukahlutir á Untouchables Limited Edition þar er Here To Stay Remix og myndbandið Here To Stay Director´s Cut. Plús það er mikið af aukaefni sem þú getur aðeins sé á netinu með diskinn í tölvunni. Svo er Frí áskrift í KoRn klúbbinn til 15. September, og þar er hægt að finna ýmislegt skemmtilegt til að skoða.