Í þetta skiptið myndi ég segja að Undirtónar séu örlítið þynnri en vanalega. Mjög ófagmannlega skrifaðar greinarnar margar hverjar, nokkuð um staðreyndavillur, léleg plötugagnrýni o.s.frv. Einhversstaðar stóð að það hefðu bara verið strákar á godspeed (og þrjár stelpur) og bara stelpur á strokes, kjaftæði. Strokes tónleikarnir voru rakkaðir niður að vissu leyti í greininni og platan þeirra kölluð This is it! Hvers konar blaðamennska er þetta? Svo var greinin um Godspeed tónleikana einstaklega ófagmannlega skrifuð, nokkuð viss að höfundur hennar hafi aldrei hlustað á Godspeed fyrir tónleikana og aldrei komið inn í Hljómalind!
Svo var margt annað sem fór í taugarnar á mér við lestur þessa blaðs sem virðist vera á beinni leið til helvítis, lofandi Britney Spears, viðtal við Írafárgelluna (og lofuð í hástert)o.fl. og svo eru þeir með þátt á popp tíví! Það mætti halda að Jón Ólafs sé búinn að kaupa þetta blað (eða á hann það kannski?). Undirtónar eru bara orðnir mainstream drasl, nú finnst mér að hljómalind eigi að gefa út sitt eigið underground blað!