Við í hljómsveitinni DUST efnum til tónleika, fimmtudagskvöldið 20oktober á gauknum. Þetta er í fyrsta skipti sem DUST kemur fram með nýjum meðlimum, þeim Jóa og Venna úr Shogun. Við munum spila lög af komandi plötu okkar Yellowcake. Í tilefni þess ætlum við að taka upp alla tónleikana á video, við höfum fengið til liðs við okkur videodeildina í borgarholtskóla til að mynda tónleikana og það verða allt að 10 - 12 manns sem mun taka þátt í að mynda tónleikana. Til þess að þetta verði sem allra flottast langar okkur að biðja alla um að mæta og troðfylla staðinn. Hin magnaða hljómsveit Finnegan mun sjá um að hita upp trilltan lýðinn. Frír bjór verður í boði og flott tilboð á barnum.

Hægt er að hita sig upp hér á -
http://soundcloud.com/dust-iceland 4ný lög hér inná.

Bætt við 17. október 2011 - 16:54
Húsið Opnar kl21:00
Fyrst band kl22:00