Ég er 15 ára lead-gítarleikari sem óskar eftir að komast í band. Ég er búsettur í Hveragerði og er búinn að spila í um 4 til 5 ár. Hef áhuga á að spila blúsrokk eða hardrock og jafnvel metal.

Bætt við 11. mars 2010 - 22:33
Ég vil bæta við til að koma í veg fyrir misskilning, að með “Lead” meina ég að ekki að ég vilji endilega vera í hljómsveit með lead/rythm skiptingu á gíturum, ég vildi bara koma á framfæri að ég er búinn að æfa mikið að soloa og improvisera og eitt af því fyrsta sem ég lærði á gítar var að spila blús og spinna yfir hann. En ég hef ekkert á móti því að spila rythm og er mjög góður í því líka, síðan er ég ekkert á móti því að spila einn á gítar án þess að hafa annan á móti mér.
Mesa/Boogie Stiletto Ace, ESP KH-2, Gibson Les Paul studio, Fender Stratocaster og nokkrir nettir effecta-pedalar!