Ég er búinn að ná mér í 11 af 14 lögum af Untouchables og ég verð að segja að þetta svíkur mig EKKI. Mörg lögin þarna eru hreint út sagt ROSALEG. Sum eru frekar furðuleg, eða réttarasagt, öðruvísi. Þetta er ALLT öðruvísi en KoRn voru og ég verð að segja að þessi breyting á þeim er skemmtilegur upphristingur. Eflaust á Untouchables eftir að hljóma “asnalega” í eyrum flestra en hann á líka eftir að vera hressandi fyrir það leiti að vera spor í gersamlega nýja átt að hálfu KoRn. Við erum að tala um blöndu af KoRn, Life is peachy og smá svona Queen of the damned, ef einhver kannast við lögin úr myndinni. Enginn vottur af Issues né Follow the leader finnst mér, nema kannski í Make it go away og svo er sagt að Falling through time sé svona 4U fílingur en ég hef ekki heyrt það lag. Eitt lag sem reyndar svo ólíkt KoRn að ég var hálfskrítinn á svip þegar ég heyrði það. Make it go away, það lag er frekar rólegt og smá 80´s. SÖngurinn og trommurnar, ásamt gíturum í þessu lagi er svo innilega ekki KoRn-legt, allavega ólíkt gömlu KoRn. Það lag sem mér finnst vera freakiest af því sem ég er búinn að hlusta á er In place, fjúff. Lagið byrjar fucked up og er bara fucked up. Einnig er All my hate rosalegt, ásamt Full of sorrow og Leave this place. Ég er í stuði, hlustandi á lögin fram og til baka og ég veit í raun ekki hvað ég á að segja. Bara snilld! Í rauninni gæti ég skrifað um hvert lag hérna en þar sem ég er ekki búinn að ná í þau öll og ekki hlusta á þau almennilega þá bíð ég með það. Mörg lögin byrja frekar fucked up, svona fáránleg childish en samt mature, frekar twisted ef svo mætti segja. Trommur og gítarar hljóma oft eins og þetta sé mixað eða samplað, frekar skrítið, sérstaklega í All my hate. All that I can find er mjög flott lag. Öðruvísi eins og þau öll eru, samt flottur rythmi í því. Ég er ekki að geta komið þessu almennilega frá mér því ég er ennþá í smá sæluvímu hérna. Mér persónulega finnst þetta virkilega flott allt saman þó svo þetta sé skref í svo ólíka átt að ég er ekki alveg að meðtaka þetta svona strax. Ég held ég geti sagt að þetta sé þeirra besta síðan Life is peachy. Ég vil hvetja alla til að kaupa diskinn þegar hann kemur en fyrir óþolinmóða þá er diskurinn kominn á netið, KaZaA og audiogalaxy ættu að getað bjargað ykkur. Þó svo þið náið í diskinn á netinu, buy it. Ég er orðinn sannfærður um að þessi diskur eigi ekki eftir að svíkja neinn. Allavega er ég sáttur :) Textar og fleira á www.kornweb.com

KoRn - Untouchables (af því sem ég hef heyrt) -> 9.0

Komið með comment um diskinn þið sem hafið náð í hann
Þetta er undirskrift