Fimmtudaginn 20. ágúst næstkomandi mun hljómsveitin Weapons halda útgáfutónleika á tónleikastaðnum Sódóma Reykjavík í tilefni af útgáfu þeirra fyrstu plötu “A Ditch In Time” sem kemur út á vegum Future Records. Verða þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar eftir langt hlé, sökum þess að bassaleikari hennar er nýkominn frá Tennessee í Bandaríkjunum þar sem hann gerði Mastersverkefni um sögu Elvis Presley, einn helsta áhrifavald sveitarinnar.
Hljómsveitin hefur lítið komið fram opinberlega síðan á síðustu Airwaves hátíð, þar sem sveitin fékk geysilega góða gagnrýni fyrir líflega og kraftmikla tónleika. Útgáfutónleikarnir hefjast klukkan 21:00. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Swive og Útidúr auk trúbadorsins Helga Vals. Eftir tónleikana mun svo Dj. Óli Dóri halda uppi stemmingunni. Það kostar 500 krónur inn en það er frítt inn fyrir þá sem festa kaup á plötunni á aðeins 1500 krónur. Hljómsveitin stefnir á Bandaríkjatúr með haustinu.

Bestu kveðjur Weapons

Bætt við 19. ágúst 2009 - 18:46
www.myspace.com/weaponsweapons

Kíkið á þetta (:
On the verge of spontaneous combustion, woe is me