Hvernig myndi ykkar drumageisladiskur líta út.

Minn væri einhvern veginn svona:

1. Rammstein - Du hast
Rammstein eru frábærir og þetta lag er eitt af þeirra betri.

2. Slipknot - Wait and bleed
Þetta lag er nátturulega bara snilld. Veit að margir hér eru á móti Slipknot en þeir eru samt góðir.

3. Korn - Blind
Blind er einfaldlega sígilt lag, þó það sé flutt af hinum umdeildu feðrum nu-metal-sins.

4. Deftones - Shov it
Ég er tiltörulega nýfarinn að hlusta á Deftones og fíla þá bara vel og þetta lag er það besta sem ég hef heyrt hingað til.

5. Manson - Sweet Dreams
Maðurinn sem allir elska að hata(og skal engann undra) kann þó eitthvað að rokka.

6. Nirvana - Smells like teen spirit
Þið þekkið þetta allir, það þarf ekkert að segja meira.

7. Machine head - From this day
Lang besta lagið þeirra að mínu mati.

8. Coal Chamber - Fire water burn
Ég hef aldrei heyrt betra cover(remix eða whatever) af lagi. Þetta var þó alls ekki svo slæmt í flutningi Bloodhound Gang.

9. Iced Earth - Iced Earth
Ég hef voða lítið hlustað á þá en á eftir að gera meira af því.

10. Deftones - Headup
Lagið sem fékk mig til að byrja að hlusta á Deftones.

11. Disturbed - Down with the sickness
Þetta er fínasta lag allveg. Ég sá reyndar myndbabndið um daginn og það er vonlaust :(

12. System of a down - Chop suey
Ég er nú enginn sérstakur fan. Ég fíla t.d einfaldlega ekki fyrri diskinn sem mörgum finnst góður, en þetta lag er mjög gott.

13. Manson - Tainted love
Lagið úr Not Another teen movie. Manson kominn með 2 lög þó ég sé engann veginn Manson fan.

14. Proppelerheads - Spybreak
Þetta verður seint talið rokklag en þetta er eitt besta techno lag sem ég hef heyrt.

15. Lodix - Mottan
Þetta þekkja náttúrulega allir og kunna utan að.

Þetta er svona það sem mér datt í hug núna en þessi listi myndi kannski líta öðruvísi út á morgunn, hvað þá eftir mánuð.

Nú langar mig að biðja ykkur um að setja upp ykkar draumadisk, diskur tekur svona 13-20 lög. Þið ráðið náttúrulega hvort þið skrifið svona umsögn um lögin en endilega skellið lista yfir lögin sem þið mynduð hafa.

Kveðja
mac2