Hljómsveitin The Libertines er af mörgum talin ein merkilegasta og besta rokksveit seinustu áratuga. Bandið var stofnað árið 1997 af þeim Peter Doherty og Carl Barat, en seinna fylgdu meðlimirnir John Hassall og Gary Powell. Þeim Doherty og Barat eru eitt merkilegasta tónsmíðateymi seinni ára og er best lýst sem Lennon/McCartney Ný-Brit poppsins.

Þeir félagar kynntust á fyrri part seinusta áratugan þegar Barat var að læra leiklist í Brunel University í Uxbrigde og vildi svo skemmtilega til að hann leigði íbúð með Amy-Jo Doherty, eldri systir Pete. Þeir tóku fljótt að fara að semja saman tónlist í anda The Smiths og stuttu seinna hætta þeir báðir í skóla til að geta unnið að tónlist.

NAFNIÐ SÓTT Í BÓKARTITIL MARQUIS DE SADE
Þeir félagar Barat og Doherty fluttu saman í íbúð á Camden Road í Norður London í íbúð sem þeir kölluðu The Delaney Mansions. Þar settu þeir saman ásamt nágranna sínum Steve Bedlow bandið The Strand, en stuttu seinna breyttu þeir nafninu í The Libertines. Nafnið er tilvitnum í bókina Lust of The Libertines eftir Marquis De Sade. Seinna hittu þeir svo þá John Hassall og Johnny Borrell sem gengu til liðs við þá og byrjaði The Libertines að spila á minni pöbbum og í heimahúsum um alla London.

Öll Greininn er hér
http://www.samuel.is/tonlist/2009/01/01/thelibertines/

TRAUSTI LAUFDAL úr Lokbrá skrifa