Ég fór áðan á útsöluna hjá Hagkaup og í Skífuna í Smáralind og verslaði hvorki meira né minna en 3 íslenska diska! Kafbátamúsík og BMX með Ensími (mig hefur langað í þessa diska lengi…) og svo Lof mér að falla að þínu eyra með Maus.

Áður átti ég Í þessi sekúndubrot sem ég flýt (langir titlar!) með Maus og við fyrstu hlustun á Lof mér… er ég enn fastari á þeirri skoðun að Maus sé með langbestu rokkhljómsveitum sem Ísland hefur af sér alið.<br><br>“Litlir bílar rúla!” -Mal3