Elbow
              
              
              
              Ég er búinn að vera að hlusta nokkuð á diskinn, Asleep in the Park, með hljómsveitinni Elbow undanfarið og verð að segja að þar er frábær diskur á ferð.  Elbow er undir áhrifum frá Radiohead og er það ekki slæmt, þar sem Radiohead er mitt uppáhald.  Öll lögin eru góð en maður þarf kannski að hlusta á diskinn oftar en einu sinni til að venjast honum.  Alla vegana, ég mæli með þessum diski fyrir þá sem hafa áhuga á góðri tónlist.
                
              
              
              
              
             
        





