Þið sem eruð búin að fara og sjá þessar þrjár hljómsveitir, Benni crespos, Dr. spock og Sign…

Hvernig eruði að fíla þennan túr?

Ég fór á tónleikana á Akureyri núna í gær og Benni crespos byrjuðu, þeir voru Þokkalegir, Það var eitthvað um breytingar í hljómsveitinni, en hún var þrátt fyrir það alveg ágæt.
Dr. spock voru Geðtruflaðir, Ég hafði ekki séð þessa sveit áður live, en þetta var eitt skemmtilegasta sett sem ég hef séð… sviðsframkoma til fyrirmyndar og tónlistin frábær.
Síðastir voru sign, og ég kvaldist í gegnum fyrsta lagið og fór síðan þegar lag nr 2 var hálfnað, algjer horbjóður, ég hef alltaf fílað gamla sign, Halim og slíkt en þetta var útí hött, þessi öskur í Heimi voru ekki að gera sig og þetta var einfaldlega hræðilegt.

Hvernig fannst ykkur?