Hvað mynduð þið segja að væri besta Rokkhljómsveitin á Íslandi, allra tíma, ekki bara þær sem eru starfandi núna. Ég ákvað að skrifa þessa grein þegar ég var að hlusta á Lúna, en það er ný íslensk hljómsveit sem hefur fengið ofur góða dóma. Þessi hljómsveit minnti mig nefnilega soldið á Jet Black Joe, þó að tónlistin sé ekkert rosalega lík. En það er eitthvað við þær sem heillar mig allavega. Jet Black Joe er einmitt ein af þeim hljómsveitum sem ég hefði sagt að gæti komið til greina sem besta rokkhljómsveitin á Íslandi. Aðrar hljómsveitir væru þá HAM og svo kannski Lúna.