ég sá gamalt “Q” blað um daginn og þar var verið að tala um hvenig margar frægar hljómsveitir fengu nöfnin sín. Þar sem ég hef minni á við dúfu þá man ég ekki mikið af þessu, en eitthvað þó:

Joy Division: Þetta var (enska) heitið á þeim stað í hverjum útrýmingabúðum nasista þar sem mellurnar þeirra bjuggu.
….þegar söngvarinn hengdi sig þá breytti bandið nafni sínu í New Order (sem kannski fleiri kannast við): Þeir vildu bara losa sig við þetta nasistanafn, en síðar kom í ljós að þetta var líka tengt nasismanum á einhvern hátt (ásamt fleiru). bömmer.

JJ72: meðlimir hljómsveitarinnar vilja ekki segja hvað þetta þýðir en finnst mörgum þá líklegast að um sé að ræða skammstöfun á einhverju nafni og þykir þar Janis Joplin koma helst til greina. 72 á víst að vera þyngd hennar í pundum (ca. 35 kg!!!!) þegar hún dó! …en það er ekkert staðfest í þessum málum.

Mogwai: eins og flestir ættu að vita er þetta komið úr kvikmyndinni Gremlins.

Radiohead: heita í höfuð á Talking Heads lagi sem heitir Radio Head.

Godspeed You Black Emperor!: er nefnd í höfuðið á japönsku mótorhjólagengi, sem einhver meðlimana sá heimildarmynd um.

….ég man ekkert fleira nógu vel í augnablikinu. :( en ef einhver veit um slíkar sögur, endilega póstið þeim hér!!