Hljómar eins og byrjun á lélegum brandara, trommari með tóneyra er það til?

En já ss ég er 23.ára, búinn að vera að spila á trommur síðan ég var 18 ára(rétt rúmlega 5 ár). Búinn að vera að læra í tæp 2 ár og kláraði miðstig í trommusetts leik núna í vor.
Það sem ég hef helst verið að hlusta á er t.d:
Symphony X, Dream Theater, Liquid Tension Experiment, Queensrÿche, Skid Row, Iron Maiden, In Flames, Helloween, DragonForce og ýmislegt annað.

Varðandi sönginn hef ég ekkert lært nema af söngvörunum sem ég var með í hljómsveitinni á undann og svo smá þindar beytingu á því að vera að gramsast í leiklist í menntaskóla.
Jú og svo sagði Keli í Svörtum fötum að ég væri með góða rödd, eins kjánalega og það nú hljómar.

Ég er að leita eftir er hljómsveit sem er að spila rokk sem er eitthvað í líkingu við það sem var að gerast í lok 80's tíma bilsins. Eitthvað í líkingu við Skidrow, Poison, Motley Crüe, Gun-arinn eða eitthvað í þá áttina. Melódíur, sóló og mikil gleði. Ekkert verra þó að klæðnaðurinn sé eitthvað öfga kendur.
Það sem ég er ekki að leita eftir (svo það sé alveg að hreynu) er emo/indie, death/black metal.

Reyndar með trommurnar væri ég alveg til í að skoða að spila funk, swing eða bluse þó að ég hafi ekki mikla reynslu þar að baki.

Ég bý á höfuðborgar svæðinu, nánar tiltekið Kópavogi og er oftast með bíla svo að komast á milli staða er ekki vanda mál.

Ef þetta er eitthvað sem að kíttlar ykkur þá endilega póstiði hérna fyrir neðan eða huga póstið mig fyrir þá sem eru aðeins feimnari.

Held ég sé ekki að gleyma neinu, en ef svo er endilega láta vita.