Jæja, þá er Peter Criss loksins búinn að láta heyra í sér, með nýju sólóplötunni hans, One For All. Hún er nokkuð góð, þó svo að hún sé ekki beint það sem maður bjóst við. Fyrir þá sem ekki vita það, var Peter Criss trommarinn í Kiss frá 1973-1980, og svo aftur 1996-2004, og er þetta eiginlega fyrsta skiptið sem maður heyrir eitthvað frá honum síðann hann hætti í Kiss, Kallin er að verða 62 ára og er í fantagóðu formi. Þetta er fimmta sólo plata kattarins, en þær fyrri eru Peter Criss, Out Of controll, Let me rock you og cat#1.
Og er þetta fyrsta sólóplatan síðan 1994. One For All er engin svaka rokkplata, Þetta er meira svona Frank Sinatra dæmi. Hún byrjar með titillaginu, “One For all” sem er nokkuð gott lag. Peter segist hafa fengið hugmyndina eftir 9/11 2001, en í því lagi syngur hann um frið og og trúna sína, Hann skrifaði svö tvö lög um konuna sína og tvö um aðdáendur. hann sygnur um góðu tímana í Kiss, og þá slæmu. Svo er það “ Send in the Clowns” eftir Stephen Sondheim, sem var uððáhalds lag mömmu hans. Seinasta lag plötunar heitir “Space Ace” og eins og nafnið gefur til kynna er það um Ace Frehley, félaga Peters sem spilaði með honum í Kiss í mörg ár. Space-Ace er að mínu mati langbesta lag plötunnar, og með betri lögum sem Peter hefur samið. Ég mæli með þessari plötu og tek það fram að hún er SKYLDUEIGN fyrir alla Kiss aðdáendur.
this is it.