Ég var að sjá það í Mogganum áðan að ösku George Harrissons ætti að dreifa í fljótið Ganges.
Sko, nú er ég poppstjarna líka, að vísu ekki af sömu stærðargráðu og hann George, ennþá a.m.k.
Og ég fór að velta því fyrir mér hvað ég vildi láta gera við öskuna mína þegar ég væri dáinn.
Sko, þetta er eitthvað sem við poppstjörnurnar ættum allar að velta fyrir okkur vegna þess að svo oft ber dauða okkar að fyrirvaralaust og þá kannski vita aðstandendur okkar ekkert hvað þeir eiga að gera við okkur og kannski planta þeir okkur í kirkjugarðinn í Grafarvogi eða eitthvað álíka spennandi.
Og þessvegna datt mér í hug að við gætum komið upplýsingum um það hingað á Huga um það hvað við vildum láta gera við okkur eftir að við kveðjum jarðlífið og þeir hjá Huga gætu látið fjölskyldur og maka okkar svo vita hverjar óskir okkar voru.
Ég fyrir mitt leyti vil láta setja öskuna mína í klósettið heima hjá mér og sturta henni út í Faxaflóa þannig að hún geti borist upp í fjörur Reykjavíkur sem er heimaborgin mín.
Hvað finnst ykkur um hugmynd mína að þessum dauðagagnagrunni poppara?
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.