Við í Shima leitum eftir trommara til að fylla í skarð Martins Jensen.

Shima gaf út frumraun sína “…and for a moment all fell silent” í október 2006 og er nú að hefja upptökur á þeim lögum sem valin hafa verið fyrir næstu plötu sveitarinnar sem ber vinnutitilinn “Black rain fell from the skies…”.

Við leitum okkur að aðila sem er kominn yfir tvítugsaldurinn og á að sjálfsögðu sitt eigið sett. Mikið leggjum við uppúr því að trommarinn sé dínamískur og hafi metnað. Við leitumst líka eftir því að hann sé ekki bara að tromma basic 4/4 takta daginn út og inn heldur hafi músíkina í sér að leika sér í kringum taktana og bæta við skemmtilegum fill-inum.

Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að finna tóndæmi af 3 af þeim nýju demoum sem sveitin er búin að gera á slóðinni http://www.worldofshima.com/media/trommari/

Þeir sem hafa áhuga á að koma og taka prufuæfingu með sveitinni geta haft samband við okkur í síma:

Láki Thor: 866-0002
Jón Dal: 892-3000

Bætt við 15. maí 2007 - 18:29
www.myspace.com/shimamusic
www.amiestreet.com/shima