Var að horfa með öðru auganu á MTV music awards á Sirkus áðan (sé nú ekki betur en að þetta sé hátíðin 2005, hvílíkur metnaður í dagskrágerð á föstudagskvöldi) þegar System of a Down stíga á svið og fá verðlaun fyrir god knows what. Ég tek eftir því að það mæta aðeins þrír þeirra á svið og Serj segir: “civilization is a fucking failure!” Ansi sterk orð en ég nennti svo ekki að fylgjast frekar með þess vegna langar mig að spyrja einhvern sem vonandi sá þetta:

1) Hentu þeir verðlaunagripnum útí áhorfendaskarann? (Af hverju að hafa fyrir því að mæta þá?)
2) Mætti fjórði meðlimurinn ekki á sviðið (bassaleikarinn) þegar hinir voru að fara og stóð þarna einn eins og illa gerður hlutur?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _