s.o.a.d. Já, s.o.a.d eða öðru nafni System of a down er mín uppáhaldshljómsveit. Ég er ekki búin að lesa neitt á huga um system of a down, nema að ég er svo blind að sjá ekkert.

Serj Tankian er söngvari hljómsveitarinnar, Daron Malakian er gírarleikari, söngvari og semur mörg af lögunum í hljósveitinni, Shavo Odadjian er bassaleikarinn og John Dolmayan er trommuleikarinn.

Karlarnir í soad er búin að gefa út 5 plötur. System of a down (1998), Toxicity (2001), Steal this Album (2002), Mezmerize (2005) og Hypnotize (í lok 2005).

Ég vissi alltaf hverjir soad voru og hlustaði á eitt og eitt lag, en byrjaði ekki að dýrka þá fyrr en Mezmerize kom út. Nú á ég allar plöturnar nema Steal this Album.

Nú er hljósveitin í pásu eða síðan á Ozzyfest 2006. Ég hef heyrt talað um að söngvarinn Serj Tankian ætli að láta reyna á sólóferil en við sjáum bara til hvernig það gengur.

Ég vona nú að þetta hafi verið góðar upplýsingar fyrir ykkur en annars bara spurja ef ég gleymdi einhverju.