Fyrir utan kannski það að ég fyllilega skilji þessa skoðunarkönnun ekki alveg þá langaði mig til þess að koma af stað smá umræðu.

Til að vera viðurkenndur rokkari, þarf þá (að ykkar mati) að vera með sítt hár og vera í hljómsveitarbol. Sjálfur myndi ég kalla mig rokkara þó ég fari ekki endilega eftir þessu tvennu en þegar áhuginn stóð sem hæst (14-16 ára) á rokkinu þá var ég með frekar sítt hár og gekk daglega í hljómsveitarbolum.

Ég spyr, er þetta ekki bara tímabil sem maður eldist eða “þroskast” uppúr eða þarf maður endilega að vera einmitt svona? Ég held ekki, ég tel að hver og einn móti sinn stíl á sinn eigin rokkaralega hátt. Sumir velja að hafa sítt hár og ganga í hljómsveitarbolum aðrir kannski með stutt hár og ganga í öðruvísi fötum.

Hvað finnst ykkur annars?