Jæja góðir hálsar, um helgina var 100% Nirvana á Popp tíví. Satt að segja varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum, þeir sýndu svo rosalega lítið. Meirihluti laugardags var bara eitthvað hipphopp rusl(með fullri virðngu fyrir hipphoppunnendum). Þetta var rétt rúmur klukkutími þ.e. hálftími af tónlist og eitt rosalega langt viðtal þar sem kurt sálugi var með jakka á höfðinu á sér. Síðan rúlluðu þeir í gegnum það sama aftur og aftur bara með mismunandi formum. Þeir eiga nú að geta sýnt aðeins meira ( aðeins þrjú lög frá UNplugged NY!!!).Æ, Kannski er þetta bara argasta þvæla sem ég er að segja, greinin skrifuð á sunnudegi, á ennþá eftir að sjá eitthvað
Allavega var þetta svona á föstu- og laugardegi.

Get ekki skrifað meira í bili.