Er það bara ég eða er byrjunin á You only live once með The Strokes bara alveg nákvæmlega eins og takturinn í I want to break free með Queen? Ef þið eruð efins, hlustið á bæði lögin.

Og er það bara ég, eða hljóma öll lög með The Zutons (ok kannski ekki öll, ég hef nú bara heyrt nokkur) eins og þau séu með einhverri hljómsveit frá 8. áratugnum?

Og talandi um Strokes, hversu cool er að covera gamalt lag með Marvin Gaye og fá til liðs við sig Eddie Vedder OG Josh Homme!?! Þetta hljómar eins og lygasaga sem verður ólíklegri með hverju orðinu en er sönn engu að síður.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _