Jenni er klárlega alltof góður fyrir þessa keppni, bara feginn að hafa hann ennþá í Brain Police :) Annars er orðið á götunni það að keppendurnir sem fóru út (þ.á.m. Jenni) hafi þurft að taka allskonar próf, og þ.á.m. geðpróf, þvagprufur og blóðprufu. Veit ekki hversu vel kappinn komst í gegnum það ef að þessi próf voru!
Annars er allt annar Magni að syngja í Supernova en með Á móti Sól. Á móti sól er örugglega ein væmnasta hljómsveit landsins og Magni fór ótrúlega í taugarnar á mér áður en hann fór út en það verður nú bara að segjast alveg eins og er að hann er að gera nokkuð gott mót þarna úti!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _