jæja, ég ætla að deila gremju minni með ykkur hugurum, ég persónulega er orðin dauðþreyttur að sjá einhverja gelgjur strunsandi um allar trissur í Nirvana, Misfits, Motörhead, Metallica, Slipknot & Mínus bolum og öll gegnum merkt þessum böndum og svo þegar maður spyr segjum sé svo e-r sem er í Nirvana bol að það er nánast pottþétt að hann hefur bara hlustað á Nevermind eða á Smells like teen spirit & Lithium á tölvunni! þetta er auðvitað ekki alltaf svona oft eru þetta e-r sem virkilega fíla þessi bönd..

núna ætla ég að koma með 2 dæmi sem ég sjálfur hef lent í.

1.

sé strák í skólanum og hann er í Mínus bol með jesú á íslenska fánanum.. ég labba framhjá og er mjög starsýnt á þennan bol af hér er um að ræða teknóhaus af verstu gerð, svo ég spyr hann fílaru Mínus? hann svarar nei, en ég fíla 'ennan bol!

2.

sá mynd af stelpu í misfits bol og ég spyr fílaru misfits nei, mér finnst þetta flottur bolur..

það er auðvitað EKKIneitt að því að ganga í fötum sem manni finnst flott en er ekki full langt gengið þegar hljómsveitir eru orðin tískumerki?