Tekið af www.mbl.is.

Tónleikar rokkarans Iggy Pop, sem verða haldnir 3. maí nk., hafa verið færðir frá Laugardalshöllinni í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu í Tryggvagötu, en þetta kemur fram í tilkynningu frá tónleikahöldurum. Fram kemur að sæti og stæði gildi áfram þrátt fyrir þessa breytingu.

Húsið opnar kl 19.30 og Dr. Spock hefur sinn flutning um 20.30. Búast má við mikilli sýningu frá þeim, nýjum búningum og ýmsum óvæntum atburðum, segir í tilkynningu.

Iggy og the Stooges koma til landsins á þriðjudaginn 2. maí.

Miðasala er enn í gangi og fáir miðar eru eftir við þennan flutning, og miðar í sæti eru uppseldir.

Sölustaðir eru eftirfarandi: Mál og Menning Laugavegi 18, Penninn Glerártorgi Akureyri, Hljóðhúsið Selfossi, Hljómsýn Keflavík, Tónspil Neskaupstað.

Hægt er að kaupa miða í gegnum netið á www.citycentre.is.

Já, núna styttist í þessa mögnuðu tónleika og ég held að þeir verði enn betri í hafnarhúsinu heldur en í Laugardalshöll útaf því að þarna verður svo mikil nálægð við sviðið.

Núna ættu flestir að vera búnir að fá útborgað og geta því skellt sér og keypt miða á þessa tónleika, líka fínt að taka sér smá frí frá prófalestri í að fá pönk beint í æð.

Vona svo að ég sjái sem flesta í Hafnarhúsinu 3.maí