Þar sem að ekki margir virðast kannast við þessa frábæru hljómsveit..sem að ég var alveg undrandi á, þá ætla ég að gera smá kork um hana.

Þetta er hljómsveit frá New York, nánar tiltekið úr Brooklyn hluta borgarinnar og áttu þeir eina heitustu plötu síðasta árs sem er samnefnd sveitinni.
Þeir spila indíe popp/rokk og eru að mínu mati frábærir og örugglega ein áhugaverðasta hljómsveitin sem að starfar í dag. Þetta er nú samt ekki auðmelt efni og mörgum á eftir að líka illa við rödd Alec Ounsworth, ég hinsvegar elska hana.

Meðlimir:


Alec Ounsworth, Söngur
Lee Sargent, Gítar
Robbie Guertin, Hljómborð/Gítar
Tyler Sargent, Bassi
Sean Greenhalgh, Trommur

Lög:

Upon This Tidal Wave of Young Blood
Over And Over Again (Lost & Found)

Annað:

Opinber heimasíða Clap Your Hands Say Yeah
CYHSY á myspace.com
Gagnrýni Rjómans
Gagnrýni Pitchfork

Vona að þið kynnið ykkur þetta stórmerkilega band.