Sælt verið fólkið.
Ég hef mjög mikinn áhuga að koma mér á framfæri og syngja. Ég hef fengið mjög góð comment frá fólki sem veit eitthvað um söng og tónlist að ég ætti að koma mér á framfæri. En mig langar ekki til að hoppa í Idolið, bara ekki mitt. Myndi vilja vera með skemmtilegu fólki í bandi og vinna að einhverju samstarfi.

Ég hlusta á alla tónlist en er samt meira fyrir System of a down, White stripes, Guana Apes, Skunk Anansie, Muse, Pearl Jam, Sigurrós, Hairdoctor, Kira and the Kindred Spirits, Franz Ferdinand, Janis Joplin, Jimmy Hendrix, Led Zepplin og margir fleiri.

Ég myndi segja að ég ráði við flestan söng. Nema svona upp í rassgat tóna. Eitthvað Celine Dion dæmi eða Beyonce - aðeins erfiðara. Er frekar með dýpri rödd. En ætli ég myndi bara flokka röddina mína í rokk/popp geirann.

Mig langar allavega prófa ef einhverjar hljómsveitir eða tónlistaáhugamenn eru að leita. Hvort sem það eru coverbönd eða eitthvað annað.
Ég hef samt ekki lært neinn söng. Bara mín eigin reynsla og áhugi. Þannig ég kann ekki að lesa nótur og já… kann ekki á hljóðfæri. En það er hægt að læra. En endilega verið í bandi ef þið eruð að leita eða vitið af einhverjum sem vantar söngvara. Eða bara spyrja einhverja spurninga.
I´m crazy in the coconut!!! (",)