Jæja, þá ætla ég að byrja enn eina vitleysuna….

Ég var að spá í því hver væri besti trommari rokksögunnar, þetta er auðvitað eitthvað sem flestir hafa skoðun á þannig að til að fá út hver er “Trommuleikari Rokksögunnar” þá verður kosið lýðræðislega um það hér á Rokk.

Það er ekkert hægt að segja til um það hver er bestur en það er alltaf gaman að halda einhverjar svona kannanir.

Til þess að gera lista sem inniheldur 5 nöfn sem kosið verður um í skoðunarkönnuninni þá verður þetta allt að vera lýðræðislegt, með öðrum orðum vill ég að allir hugaðir taki þátt og tilnefni þá 5 trommara sem þeim finnst persónulega bestir, svo verður talið hversu mörg atkvæði hver og einn hefur fengið og 5 efstu komast inn í könnunina.

Svo verður könnunin inni í 3 daga einhverntímann seint í ágúst, þar sem fjöldi kannana í bið er svo gífurlegur.

Minn listi er:

- John Bonham
- Ginger Baker
- Mitch Mitchell
- Ian Paice
- Gunnar Jökull Hákonarson