Nú byrjar miðasalan á Reykjavík rokk festival nú um helgina. Ég fór á heimasíðuna www.reykjavikrocks.is en þar eru upplýsingar um miðasöluna. Þar sá ég að til þess að komast á fremra svæði á Queens Of The Stone Age/Foo Fighters þarftu að kaupa miða á bæði kvöld! Þetta finnst mér svo fáranlegt! Hvað ætli séu margir sem hafa áhuga bæði á Queens Of The Stone Age OG Duran Duran! Ég myndi splæsa mér miða á bæði kvöldin ef þetta væri band sem ég myndi fýla á báðum kvöldum, en þar sem ég fýla ekki Duran Duran að þá tími ég því alls ekki að borga rúmlega 10 þús kall bara til að sjá Queens Of The Stone Age og vera á fremra svæði.

Þannig að ég spyr, hvað eru margir hér sem vilja bæði sjá Duran Duran og Qotsa, vegna tónlistarinnar ekki aðgöngumiðans? Einhver? Og þeir sem fýla Qotsa, fýla þeir Duran Duran???

http://www.reykjavikrocks.is/Midasala/
Undirskriftin mín