Hver er Besta plata Iron Maiden?

Með þessari spurningu tala ég þó aðeins um breiðskífur en ekki safnplötur.

Manni dettur auðvitað strax í hug Number of the Beast því að það var jú hún sem færði þeim mesta frægð. Þó verð ég að segja að, þrátt fyriir að söngvarinn '80 syngji eins og Unglingsstrákur í mútum miðað við Bruce, þá finnst mér öll lögin þar geðveik með hinni núverandi Iron Maiden.

Fear of the dark hefur eins og nafnið gefur til kynna fear of the dark, sem ég tel vera eitt besta lag sem samið hefur verið, og afraid to shoot strangers. En jafnvel með þau lög nær hún ekki að toppa hinar tvær áðurnefndu plötur.

Þegar verstu plöturnar eru skoðaðar finnst mér þeir aðeins eiga 2 plötur sem ná því að vera í einu orði…Leiðinlegar. Þær eru: X-Factor og Virtual XI sem er án efa sú versta.

Nú er bara að bíða eftir tónleikunum og vona að þeir muni taka alla gömlu slagarana ásamt blandi af því besta af nýjustu plötunni sem er fjandi góð.
—————-
Hann Sagði 7.Júlí, Ég hef aldrei verið jafn glaður. Hann sagði 7. ágúst, Ég hef aldrei verið jafn undraður. Hann sagði 7. Júní, Ég hef ekki hlustað á rokkland síðan