Ég þoli ekki þetta endalausa skítkast hérna, séstaklega á milli þeirra sem dýrka Nirvana og þá sem hata hljómsveitina.
Í fyrstalagi þá var Nirvana hljómsveit. Þeir spiluðu og sömdu sína tónlist sem fólk ýmisst fýlar eða fýlar ekki.
Að þú fýlir ekki tónlistina þýðir ekki að hún sé ömurleg eða “ekki tónlist” eða eitthvað þannig.
Að þú fýlir tónlistina þýðir ekki að Kurt Cobain sé guð eða að Nirvana sé besta hljómsveit í heimi og allt annað sé ömurlegt! Reynið bara að sætta ykkur við það að það eru til margar gerðir af tónlist sem fólk hlustar á eftir mismunandi smekk og það hlusta ekki allir á það sama og þú!